Leikmaður Kósóvó fær ekki leyfi

Albert Bunjaki landsliðsþjálfari Kósóvó.
Albert Bunjaki landsliðsþjálfari Kósóvó. Ljósmynd/knattspyrnusamban Kósóvó

Kósóvó getur ekki stillt upp sínu allra sterkasta liði gegn Íslandi í kvöld en Kósóvó hefur smám saman í vetur bætt við sig fleiri leikmönnum. 

Einn þeirra, Loret Sadiku, var í það minnsta ekki kominn með leikheimild frá Alþjóða knattspyrnusambandinu í gærkvöldi. Sadiku lék landsleiki með U-21 árs landsliði Svía fyrir nokkrum árum en hann er 25 ára gamall. Síðar fékk hann albanskan ríkisborgararétt og var inni í myndinni hjá landsliði Albaníu en spilaði þó ekki landsleik. 

Þegar Kósóvó fékk leyfi til að spila vináttulandsleiki þá var hann valinn í landslið Kósóvó og á að bak fjóra vináttulandsleiki.

Sadiku fæddist í Júgóslavíu skömmu áður en landslið skiptist upp í margar þjóðir en í þeim hluta sem í dag er Kósóvó. Hann spilar með Kasimpasa í Istanbul í Tyrklandi en lék með Helsingborg í Svíþjóð 2012-2014.

Kósóvó getur heldur ekki teflt fram Enis Alushi, samherja Hólmars Arnar Eyjólfssonar hjá Maccabi Haifa, því hann tekur út leikbann í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert