Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í kvöld þegar Ísland vann mikilvægan 2:1 sigur á Kósóvó í Shkodër í undankeppni HM í knattspyrnu.
„Það var frábær tilfinning og þvílíkur léttir. Ekki skemmir fyrir að skora fyrsta landsliðsmarkið í sigurleik. Það er auðvitað rosalega mikilvægt fyrir framherja og maður veit að maður getur skorað í næstu leikjum,“ sagði Björn í samtali við mbl.is að leiknum loknum en hann kom Íslandi í 1:0 þegar hann fylgdi á eftir skoti Gylfa Sigurðssonar sem var varið.
„ Ég sá þetta skot hjá Gylfa og það var geðveikt að ná að vera kominn á réttan stað fyrst markvörðurinn náði að verja frá honum,“ sagði Björn í samtali við mbl.is og hafa nú fjórir bræður af Akranesi skorað fyrir landsliðið en hálfbræður Björns sem um ræðir eru Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir.