„Hef saknað þess að vera í landsliðinu“

„Ég ætla ekki að ljúga neinu um það að ég hef saknað þess að vera í landsliðinu og það var yndislegt að koma inn í það aftur,“ sagði Rúrik Gíslason í samtali við mbl.is að loknum sigurleiknum gegn Kósóvó í kvöld.

Rúrik kom inn á sem varamaður í leiknum en hálft annað ár er síðan hann var síðast í landsliðinu.

„Nú er risaleikur framundan í júní gegn Króötum. Það er allt opið. Þótt fólk hafi kannski talað um að þetta væri „must win“ þá sýndu þeir (Kósóvar) alveg að þetta er hörkufótoltalið og við vorum í alvöru ströggli með þá,“ sagði Rúrik einnig.

Viðtalið við Rúrik í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Rúrik Gíslason (19) fagnar sigrinum ásamt félögum sínum í leikslok.
Rúrik Gíslason (19) fagnar sigrinum ásamt félögum sínum í leikslok. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka