Guðjón Árni er hættur

Guðjón Árni Antoníusson.
Guðjón Árni Antoníusson. mbl.is/Eva Björk

Bakvörðurinn reyndi Guðjón Árni Antoníusson leikur ekki með Keflavík í 1. deild karla í knattspyrnu í sumar. Guðjón hefur samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins ákveðið að láta staðar numið í fótboltanum.

Ákvörðunin mun að hluta til vera af heilsufarsástæðum en Guðjón glímdi við erfiða höfuðáverka fyrir nokkrum árum eftir að hafa fengið heilahristing oftar en einu sinni árið 2013.

Guðjón er á 34. aldursári og lék 17 leiki með Keflavík í 1. deildinni í fyrra. Hann á að baki 203 leiki í efstu deild með Keflavík og FH og er áttundi leikjahæsti Keflvíkingurinn í deildinni frá upphafi með 170 leiki fyrir félagið. Guðjón lék einn A-landsleik fyrir Ísland.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert