Knattspyrnumaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er á heimleið úr atvinnumennsku og mun ganga í raðir Vals. Hann er nú á mála hjá Holstein Kiel í þýsku C-deildinni.
Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, en ekki er enn búið að ganga frá því að hann komi til Valsmanna áður en félagaskiptaglugginn lokar á mánudag. Hann kæmi því í síðasta lagi þegar glugginn opnar aftur 15. júlí.
Eiður gerði tveggja ára samning við Kiel sumarið 2015 eftir að hafa verið á mála hjá Örebro í Svíþjóð frá árinu 2011, en þá var hann lánaður til ÍBV 2013 og 2014 og til Sandnes Ulf í Noregi.