Harpa á bekknum í toppslagnum

Harpa Þorsteinsdóttir varð Íslandsmeistari og markadrottning á síðustu leiktíð.
Harpa Þorsteinsdóttir varð Íslandsmeistari og markadrottning á síðustu leiktíð. mbl.is/Eggert

Harpa Þorsteinsdóttir, landsliðsframherji í knattspyrnu, er í leikmannahópi Stjörnunnar í dag í fyrsta sinn á þessari leiktíð.

Harpa ól sitt annað barn í lok febrúar og hefur af þeim sökum ekki getað verið með Íslandsmeisturunum í fyrstu leikjum tímabilsins. Hún hefur jafnframt misst af síðustu verkefnum íslenska landsliðsins, en gæti í kvöld spilað sinn fyrsta leik síðan í september á síðasta ári.

Leikur Stjörnunnar og Þórs/KA, sem eru í tveimur efstu sætum Pepsideildarinnar, hefst kl. 18. Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn á þessari leiktíð eftir að hafa jafnað sig af meiðslum, en hún hefur komið inn á sem varamaður í þremur leikjum.

Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert