Grjótharðar írskar píur

Hallbera Guðný Gísladóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haustið 2008 lék íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tvo leiki sem óhætt er að segja að hafi haft afar mikla þýðingu í gríðarlegri velgengni liðsins síðasta áratug. Ísland vann þá Írland, samanlagt 4:1, í umspili um sæti á EM í Finnlandi. Þar með komst Ísland í fyrsta sinn í lokakeppni stórmóts, og hefur endurtekið leikinn tvisvar sinnum. Ísland og Írland mætast í vináttulandsleik í Dublin í dag, kl. 18.30, í næstsíðasta leik Íslands fyrir EM í Hollandi í júlí.

Írsku konurnar bíða hins vegar enn eftir sínu fyrsta stórmóti og hafa eiginlega þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum, sem endaði með verkfallshótun þeirra í apríl. Írska knattspyrnusambandið virðist hafa staðið ömurlega að málum við kvennalandsliðið og leikmenn lýstu því á fréttamannafundi, þar sem meðal annars kom fram að þær hefðu stundum þurft að skipta um föt á almenningssalernum, ekki fengið dagpeninga í keppnisferðum og gist á hótelum með óviðunandi nettengingu, svo fátt eitt sé nefnt. Írska sambandið brást við og lofaði bót og betrun, svo ekkert varð af verkfallinu.

„Við erum langt frá því að vera í sömu sporum og þær. Það er allt gert fyrir okkur og farið með okkur eins og algjörar prinsessur,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, hress í bragði, við Morgunblaðið í gær. „Þær eru búnar að berjast mikið fyrir sínu og ég á von á að þær verði mjög samstilltar og mæti ákveðnar til leiks, til að sýna og sanna að írskur fótbolti sé á uppleið. Á móti er það okkar að sýna að það er ástæða fyrir því að við erum að fara á lokamót en ekki þær,“ sagði Hallbera, sem lék einmitt sinn fyrsta mótsleik í Dublin haustið 2008. Hún er nú einn reynslumesti leikmaður hópsins, með 82 landsleiki.

Þá hreinsa þær úr okkur tanngarðinn

Írar eru í 32. sæti á styrkleikalista FIFA, þar sem Ísland er í 18. sæti. Írska liðið hefur náð fínum úrslitum í leikjum sínum á árinu og er staðráðið í að halda áfram á sömu braut:

Sjá viðtalið við Hallberu í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert