Ísland mætir Króatíu í gríðarlega mikilvægum leik í I-riðli í undankeppni HM í knattspyrnu á Laugardalsvelli kl. 18:45. Byrjunarlið Íslands er klárt og kemur það nokkuð á óvart að Hörður Björgvin Magnússon er í byrjunarliðinu á kostnað Ara Freys Skúlasonar. Emil Hallfreðsson byrjar einnig, en Jón Daði Böðvarsson er á bekknum.
Hannes Halldórsson er í markinu að vanda. Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eru í varnarlínunni, ásamt Herði Björgvini Magnússyni, sem kemur í stað Ara Freys Skúlasonar sem lék gegn Kósóvó í síðustu umferð. Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson eru komnir aftur í liðið en þeir voru meiddir gegn Kósóvó.
Alfreð Finnbogason er einn í framlínu Íslands og verður Gylfi rétt fyrir aftan hann.
Markmaður: Hannes Þór Halldórsson
Varnarmenn: Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason, Hörður Björgvin Magnússon
Miðjumenn: Birkir Bjarnason, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Emil Hallfreðsson
Sóknarmaður: Alfreð Finnbogason