Held ég hafi átt góðan leik í dag

Emil Hallfreðsson sækir að Króötum í kvöld.
Emil Hallfreðsson sækir að Króötum í kvöld. mbl.is/Golli

„1:0 á móti Króatíu á heimavelli eru þokkaleg úrslit. Mér fannst þeir ekki skapa sér mikið og við unnum þá í baráttunni, eins og við ætluðum að gera og þetta gekk vel upp í dag," þetta hafði Emil Hallfreðsson að segja eftir sigurinn á Króatíu í undankeppni HM í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. 

Emil spilaði á miðjunni í dag og var þar að kljást við nokkra af bestu miðjumönnum í heimi og þar á meðal Luka Modrić. 

„Maður þurfti að gefa allt í þetta til að halda honum niðri og í lok dags er það að sjálfsögðu þess virði. Við ætluðum að reyna að setja inn sigurmarkið og sem betur fer tókst það, það var ótrúlega sætt."

Næsti leikur í riðlinum er útileikur gegn Finnum. 

Leikurinn gegn Finnum næst verður hörkuleikur, þeir gáfu okkur hörkuleik heima og við þurfum að vera tilbúnir í alveg eins slag og í dag ef við ætlum að fá þrjú stig þar."

Emil var sáttur við sinn leik í kvöld. 

„Mér fannst þetta mjög skemmtilegt í dag og ég held ég hafi átt góðan leik í dag," sagði hann að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert