Kippir í kynið

Thelma Lóa og Ída Marín eftir leikinn í gær.
Thelma Lóa og Ída Marín eftir leikinn í gær. Ljósmynd/Kristín María

Thelma Lóa og Ída Marín Hermannsdætur komu báðar inn á í gærkvöldi þegar Fylkir fékk ÍBV í heimsókn í áttundu umferð Pepsi-deildar kvenna.

Thelma Lóa er fædd 1999 en Ída Marín er fædd 2002 og því aðeins 15 ára gömul. Þetta er í fyrsta skipti sem systurnar eru saman inni á vellinum í leik í efstu deild kvenna en foreldrar þeirra eru góðkunnugt landsliðsfólk.

Foreldrar stelpnanna eru Hermann Hreiðarsson sem á að baki 89 A-landsleiki og Ragna Lóa Stefánsdóttir sem lék 35 A-landsleiki. Gaman er að segja frá því að systurnar léku gegn uppeldisfélagi föður þeirra, ÍBV. Fylkir gerði tvöfalda skiptingu um miðjan seinni hálfleik og þá komu systurnar inná, en þær stóðu sig með prýði.

Þær tóku þátt saman í einum leik í úrvalsdeildinni í fyrra en þá kom Ída inná sem varamaður fyrir Thelmu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert