Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 23 manna landsliðshóp fyrir lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Hollandi og hefst um miðjan næsta mánuð.
Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörnunnar, er valin en hún ól son fyrr í vetur og er að komast aftur af stað. Harpa er öll að koma til en Freyr segir að í dag er hún ekki í þeirri stöðu að leiða liðið sem fyrsti kostur í framlínunni.
Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður KR, er valin en hún er að koma til baka eftir að hafa ökklabrotnað. Freyr segir að hún verði ekki í lykilhlutverki eins og síðustu ár, heldur meira til að styðja við liðið og auka breiddina.
Sandra María Jessen, Þór/KA, er sömuleiðis í hópnum eftir að hafa komið sterk til baka eftir að hafa slitið krossband í hné í vetur.
Hópinn í heild má sjá hér að neðan:
Markverðir:
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården
Sandra Sigurðardóttir, Val
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki
Varnarmenn:
Hallbera Guðný Gísladóttir, Djurgården
Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki
Sif Atladóttir, Kristianstad
Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna
Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val
Anna Björk Kristjánsdóttir, Limhamn Bunkeflo
Arna Sif Ásgrímsdóttir, Val
Ingibjörg Sigurðardóttir, Breiðabliki
Miðjumenn:
Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg - fyrirliði
Hólmfríður Magnúsdóttir, KR
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki
Dagný Brynjarsdóttir, Portland Thorns
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Vålerenga
Sandra María Jessen, Þór/KA
Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV
Agla María Albertsdóttir, Stjörnunni
Framherjar:
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni
Elín Metta Jensen, Val
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki
Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni
Til vara verða svo eftirfarandi átta leikmenn, en lokahóp þarf að tilkynna inn tíu dögum fyrir EM.
Mark:
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA
Vörn:
Anna María Baldursdóttir, Stjörnunni
Lillý Rut Hlynsdóttir, Þór/KA
Thelma Björk Einarsdóttir, Val
Miðja:
Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki
Lára Kristín Pedersen, Stjörnunni
Sókn:
Guðmunda B. Óladóttir, Stjörnunni
Svava Rós Guðmundsdóttir, Breiðabliki