Landsliðshópurinn á EM - Harpa fer með

Ísland er á leið á EM í Hollandi í næsta …
Ísland er á leið á EM í Hollandi í næsta mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 23 manna landsliðshóp fyrir lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Hollandi og hefst um miðjan næsta mánuð.

Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörnunnar, er valin en hún ól son fyrr í vetur og er að komast aftur af stað. Harpa er öll að koma til en Freyr segir að í dag er hún ekki í þeirri stöðu að leiða liðið sem fyrsti kostur í framlínunni.

Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður KR, er valin en hún er að koma til baka eftir að hafa ökklabrotnað. Freyr segir að hún verði ekki í lykilhlutverki eins og síðustu ár, heldur meira til að styðja við liðið og auka breiddina.

Sandra María Jessen, Þór/KA, er sömuleiðis í hópnum eftir að hafa komið sterk til baka eftir að hafa slitið krossband í hné í vetur.

Hópinn í heild má sjá hér að neðan:

Markverðir:
Guðbjörg Gunn­ars­dótt­ir, Djurgår­d­en
Sandra Sig­urðardótt­ir, Val
Sonný Lára Þrá­ins­dótt­ir, Breiðabliki

Varn­ar­menn:
Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir, Djurgår­d­en
Rakel Hönnu­dótt­ir, Breiðabliki
Sif Atla­dótt­ir, Kristianstad
Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir, Eskilstuna
Mál­fríður Erna Sig­urðardótt­ir, Val
Anna Björk Kristjáns­dótt­ir, Lim­hamn Bun­keflo
Arna Sif Ásgrímsdóttir, Val
Ingi­björg Sig­urðardótt­ir, Breiðabliki

Miðju­menn:
Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, Wolfs­burg - fyrirliði
Hólmfríður Magnúsdóttir, KR
Fann­dís Friðriks­dótt­ir, Breiðabliki
Dagný Brynj­ars­dótt­ir, Port­land Thorns
Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir, Vål­erenga
Sandra María Jessen, Þór/KA
Sig­ríður Lára Garðars­dótt­ir, ÍBV
Agla María Al­berts­dótt­ir, Stjörn­unni

Fram­herj­ar:
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni
Elín Metta Jen­sen, Val
Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir, Breiðabliki
Katrín Ásbjörns­dótt­ir, Stjörn­unni

Til vara verða svo eftirfarandi átta leikmenn, en lokahóp þarf að tilkynna inn tíu dögum fyrir EM.

Mark:
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA

Vörn:
Anna María Baldursdóttir, Stjörnunni
Lillý Rut Hlynsdóttir, Þór/KA
Thelma Björk Einarsdóttir, Val

Miðja:
Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki
Lára Kristín Pedersen, Stjörnunni

Sókn:
Guðmunda B. Óladóttir, Stjörnunni
Svava Rós Guðmundsdóttir, Breiðabliki

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert