Gunnar ekki með FH í kvöld

Gunnar Nielsen.
Gunnar Nielsen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen mun ekki verja mark Íslandsmeistara FH í kvöld þegar þeir sækja Fylkismenn heim í fyrsta leik átta liða úrslitanna í Borgunarbikarnum í knattspyrnu.

Gunnar varð fyrir meiðslum í hné í sigurleik FH gegn ÍBV í Eyjum um síðustu helgi. Ekki er um alvarleg meiðsli að ræða og reiknar Heimir Guðjónsson þjálfari FH-liðsins með því að Gunnar verði klár í slaginn þegar FH tekur á móti Breiðabliki í Pepsi-deildinni á mánudagskvöld.

Vignir Jóhannesson, sem kom til FH fyrir tímabilið, mun því standa á milli stanganna í kvöld en hann varði mark FH-inga í sigurleikjunum á móti Sindra og Selfossi í 32-liða og 16-liða úrslitunum í Borgunarbikarnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka