„Hafði ekkert með frammistöðu að gera“

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir við öllu búin í marki Þórs/KA.
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir við öllu búin í marki Þórs/KA. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég get ekki annað en verið virkilega sátt með frammistöðu mína í ár og er ég ánægðust með þann stöðugleika sem ég hef náð að halda,“ sagði Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, og jafnframt leikmaður elleftu umferðarinnar hjá Morgunblaðinu.

Bryndís Lára hefur fengið á sig fæst mörk allra markvarða deildarinnar þar sem af er tímabilsins, eða fimm mörk í 11 leikjum.

„Ég er með Kínamúr fyrir framan mig og það er mjög sterkt hversu vel við náum saman í öftustu línu. Það er töluð enska, íslenska og spænska og stundum mállýska sem ég veit ekki alveg hver er en við skiljum hvor aðra, það er fyrir öllu. Frammistaða þeirra styrkir mig og gefur mér mikið sjálfstraust.“

Þór/KA er í efsta sæti deildarinnar með 31 stig, eftir 2:1 sigur á Breiðabliki í 11. umferðinni. Liðið hefur unnið 10 leiki og gert eitt jafntefli og er því með sex stiga forskot á Stjörnuna og ÍBV.

Donni heilaþvoði okkur

Norðankonur leika undir dyggri stjórn Halldórs Jóns Sigurðssonar, einnig þekkts sem Donna. Hvað finnst Bryndísi telja mest þegar kemur að árangri liðsins?

„Donni kemur inn í þetta með ferska vinda og er einn metnaðarfyllsti þjálfari sem ég hef unnið með. Hann er algjörlega búinn að heilaþvo okkur og hefur bilaða trú á liðinu sem smitar út frá sér. Erlendu leikmennirnir eru árinu eldri fyrir utan Bianca Sierra og eru því búnar að aðlagast betur. Síðan verð ég að nefna stuðninginn sem við höfum fengið frá fólkinu á Akureyri.“

Bryndís hóf ferilinn hjá KFR. Hún gekk í raðir ÍBV árið 2012 og fór norður til Þórs/KA í byrjun þessa árs.

Sjá allt viðtalið við Bryndísi í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert