Íranski sóknarmaðurinn Shahab Zahedi er genginn í raðir ÍBV á lánssamning frá íranska liðinu Persepolis. Zahedi er 21 árs og hefur hann leikið fjóra leiki fyrir Persepolis.
Hann var á láni hjá Machine Sazi í Íran á síðustu leiktíð og spilaði 12 leiki, án þess að skora mark. Zahedi er löglegur í næsta leik ÍBV gegn Fjölni næstkomandi sunnudag.