Fjörugt jafntefli í Keflavík

Ragnar Bragi Sveinsson skorar eitt marka Fylkis í kvöld.
Ragnar Bragi Sveinsson skorar eitt marka Fylkis í kvöld. Ljósmynd/Víkurfréttir

Meistarajafntefli Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu leit dagsins ljós í kvöld þegar Keflavík og Fylkir skildu jöfn 3:3 í hörkuleik.

Marko Nikolic hóf leik fyrir Keflavík á 23. mínútu og kom heimamönnum yfir en Ragnar Bragi Sveinsson jafnaði á 39. mínútu fyrir Fylki og þar við sat í fyrri hálfleik. Lasse Rise kom svo Keflavík tvisvar yfir í seinni hálfleik en þeir Albert Ingason og Ragnar Bragi héldu sínum mönnum í jafnteflinu og nokkuð sanngjarnt jafntefli niðurstaða kvöldsins á toppi 1. deildarinnar. Fylkismenn halda því toppsætinu en Keflvíkingar halda áfram að narta í hæla þeirra. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Keflavík 3:3 Fylkir opna loka
90. mín. Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir) á skot framhjá Skot yfir markið. Fylkismenn pressa og vilja sigur hér í Keflavíkinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert