KR fjarlægðist fallsætin

Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoraði fyrir KR í kvöld.
Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoraði fyrir KR í kvöld. mbl.is/Golli

KR vann góðan 3:1 útisigur á Grindavík í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum komst KR fjórum stigum frá fallsætunum. 

Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom KR yfir á annarri mínútu en Carolina Mendes jafnaði fyrir Grindavík á tíundu mínútu og var staðan í hálfleik 1:1. 

Katrín Ómarsdóttir kom KR aftur yfir á 55. mínútu, en hún var aðeins að leika sinn annan leik í sumar vegna ökklabrots. Sigríður María S Sigurðardóttir gulltryggði svo góðan 3:1 sigur KR á 61. mínútu og þar við sat. 

Grindavík er í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig og KR í áttunda sæti með níu stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert