Haukum mistókst að nálgast toppinn

Björgvin Stefánsson skoraði mark Hauka í kvöld.
Björgvin Stefánsson skoraði mark Hauka í kvöld. Ófeigur Lýðsson

Grótta og Haukar gerðu 1:1 jafntefli á Seltjarnarnesi í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Baldvin Sturluson skoraði í eigið mark og kom Gróttu yfir á 53. mínútu en Björgvin Stefánsson jafnaði fyrir Hauka á 84. mínútu og þar við sat. 

Með sigri hefðu Haukar aðeins verið einu stigi frá Fylki sem er í öðru sæti deildarinnar, en þess í stað munar þremur stigum á liðunum. Haukar eru nú með 16 stig í fjórða sæti. Grótta er enn í næstneðsta sæti, fjórum stigum frá öruggu sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert