Þór/KA er Íslandsmeistari

Íslandsbikarinn á loft á Akureyri; Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA,og …
Íslandsbikarinn á loft á Akureyri; Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA,og Lillý Rut Hlynsdóttir, varafyrirliði, tóku á móti bikarnum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þór/​KA er Íslands­meist­ari í knatt­spyrnu árið 2017, en þetta var ljóst eft­ir 2:0-sig­ur á FH í lokaum­ferð deild­ar­inn­ar í dag. Þetta er ann­ar Íslands­meist­ara­tit­ill fé­lags­ins sem varð einnig meist­ari árið 2012.

Mik­il drama­tík var í lokaum­ferðinni þar sem Breiðablik gat einnig orðið meist­ari. Blikar unnu ör­ugg­an sig­ur á Grinda­vík, 4:0, en Þór/​KA braut ís­inn stund­ar­fjórðungi fyr­ir leiks­lok gegn FH og tryggði sér titil­inn með tveim­ur stig­um meira en Blikar.

Fyrri hálfleik­ur á Ak­ur­eyri var marka­laus en Þór/​KA fékk nokk­ur up­p­lögð mark­tæki­færi til að skora en þau fóru öll í vaskinn. Á sama tíma var Breiðablik að vinna Grinda­vík í Kópa­vogi og Ak­ur­eyr­arliðið var því dottið af toppn­um. Heima­kon­ur í Þór/​KA voru ekki nógu beitt­ar og líkt og í tap­leikn­um gegn Grinda­vík gekk illa að byggja upp spil.

Það var ekk­ert í gangi hjá liðinu í seinni hálfleik þar til Sandra María Jessen skoraði þegar kortér var eft­ir. Annað mark fylgdi í kjöl­farið frá Stephany Mayor og liðið sigldi 2:0 sigri í höfn.

Fögnuður­inn var mik­ill í leiks­lok eins og gef­ur að skilja, en fylgst var með gangi mála í beinni texta­lýs­ingu hér á mbl.is.

Þór/​KA 2:0 FH opna loka
skorar Sandra María Jessen (74. mín.)
skorar Stephany Mayor (78. mín.)
Mörk
mín.
90 Leik lokið
Mögnuðu sumri lokið hjá Þór/KA. Annar titill liðsins er í höfn.
90
Það er aðeins ein mínúta í uppbótartíma. Þór/KA er Íslandsmeistari 2017.
89 Þór/KA fær hornspyrnu
88 Þór/KA fær hornspyrnu
Stutt horn. Nú á að tefja.
87 Guðný Árnadóttir (FH) á skot sem er varið
Þrumuskot úr aukaspyrnu.
81 Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) kemur inn á
81 Alda Ólafsdóttir (FH) fer af velli
78 MARK! Stephany Mayor (Þór/KA) skorar
2:0. Þetta var mikill sprettur upp hálfan völlinn. Stephany komst ein í gegn og kláraði færið vel. Sú mexíkóska er nú búin að skora í öllum leikjunum í seinni umferðinni.
78 FH fær hornspyrnu
74 MARK! Sandra María Jessen (Þór/KA) skorar
1:0. Laus fyrirgjöf af vinsti vængnum frá Önnu Rakel dettur niður í teignum. Þar kemur fyrirliðinn á siglingunni og teygir sig í boltann og potar honum í markið.
73
Gott upphlaup hjá Þór/KA en sending Stephany var glötuð.
71 Sandra María Jessen (Þór/KA) á skalla sem fer framhjá
Blikar eru komnir í 3:0 og Þór/KA verður að skora.
70 Þór/KA fær hornspyrnu
68
Spilamennska Þórs/KA er vandræðalega slök. Þetta er ekki liðið sem hefur spilað eins og meistarar í allt sumar. Boltinn gengur ekkert og honum er bara dúndrað eitthvað framávið.
67
Hulda Ósk er að sleppa í gegn en hún missir af boltanum.
66 Megan Dunnigan (FH) á skalla sem fer framhjá
Þarna var hætta á ferðum þar sem Bryndís Lára var í skógarferð.
65
FH er með aukaspyrnu.
64 Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA) á skot sem er varið
Mikil bjartsýni í þessu.
62 Alda Ólafsdóttir (FH) á skot sem er varið
60
Það er kominn pirringur í heimakonur. Það mun ekki hjálpa þeim.
57 Þór/KA (Þór/KA) á skalla sem fer framhjá
Vel yfir þessi.
52
Þór/KA er ekki að átta sig á bleytunni. Boltinn spýtist svo að allar sendingar innfyrir vörnina eru of langar.
51 Stephany Mayor (Þór/KA) á skot framhjá
Rennur í skotinu og það fer yfir.
47 Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA) á skot sem er varið
Fékk boltann á miðjum teignum en var lengi að ná skotinu. Boltinn fór í varnarmann.
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
Þór/KA er á góðri leið með að glutra titlinum. Blikar eru 1:0 yfir gegn Grindavík og fari leikirnir svona þá verður Breiðablik Íslandsmeistari.
45 Guðný Árnadóttir (FH) á skot sem er varið
Þruma af 45 metrum.
45 Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH) á skot framhjá
Langskot sem spýttist rétt framhjá markinu.
44 Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) á skalla sem fer framhjá
Algjört dauðafæri. Hvað er að frétta? Er spennan að fara með norðankonur?
42
Natalia kemur með góða fyrirgjöf en Lindsey grípur boltann.
40 Stephany Mayor (Þór/KA) á skot framhjá
Fyrirtaksstaða. Aukaspyrna rétt við teiginn en skotið er ekki á rammann.
36
Það virðist sannað að Þór/KA getur illa spilað í rigningu og bleytu. Það er lítið að frétta hjá norðanstúlkum.
32 Caroline Murray (FH) á skot sem er varið
Mjög gott skot sem Bryndís nær að grípa.
31 Stephany Mayor (Þór/KA) á skot framhjá
Þetta skot fór bara í innkast. Stephany var búin að gera allt rétt fram að skotinu.
28 Sandra María Jessen (Þór/KA) á skot í stöng
Þrumuskot í innanverða stöngina.
27 Þór/KA fær hornspyrnu
23 Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA) á skot framhjá
Langt framhjá.
16
Nú hellirignir og áhorfendur ætla ekki að leyfa okkur blaðamönnum að sjá leikinn. Þeir þvælast hér fyrir okkur eins og þeir fái borgað fyrir það.
15 Þór/KA fær hornspyrnu
15 Stephany Mayor (Þór/KA) á skot sem er varið
13 Stephany Mayor (Þór/KA) á skalla sem fer framhjá
Skallinn svíkur yfir markmann FH og lekur framhjá.
11 Stephany Mayor (Þór/KA) á skot sem er varið
Laust skot frá vítateig sem Lindsey ver.
1 Leikur hafinn
Nú eru 9. mínútur liðnar af leiknum og lítið hefur gerst annað en að netsamband komst loks á hér í blaðamannastúkunni.
0
FH-ingar gera hins vegar eina breytingu frá sigurleiknum gegn Val. Alda Ólafsdóttir kemur inn í byrjunarliðið í stað Helenu Óskar Hálfdánardóttur.
0
Þór/KA stillir upp óbreyttu liði frá því í tapleiknum gegn Grindavík í síðustu umferð.
0
Velkomin með mbl.is á Þórsvöllinn á Akureyri þar sem Þór/KA mætir FH í lokaumferð Íslandsmótsins 2017. Þór/KA verður Íslandsmeistari í annað skipti með sigri. Verði jafntefli eða FH-sigur niðurstaðan getur Breiðablik tryggt sér titilinn en liðið mætir Grindavík á Kópavogsvelli á sama tíma og sá leikur er einnig í beinni lýsingu hjá okkur.
Sjá meira
Sjá allt

Þór/KA: (3-4-3) Mark: Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir. Vörn: Bianca Sierra, Ágústa Kristinsdóttir, Lára Einarsdóttir. Miðja: Hulda Björg Hannesdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Natalia Gómez Junco, Anna Rakel Pétursdóttir. Sókn: Hulda Ósk Jónsdóttir, Stephany Mayor, Sandra María Jessen.
Varamenn: Harpa Jóhannsdóttir (M), Rut Matthíasdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir, Saga Líf Sigurðardóttir, Margrét Árnadóttir, Agnes Birta Stefánsdóttir.

FH: (3-5-2) Mark: Lindsey Harris. Vörn: Megan Dunnigan, Guðný Árnadóttir, Melkorka Katrín Pétursdóttir. Miðja: Bryndís H. Kristinsdóttir, Victoria Bruce , Rannveig Bjarnadóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Erna Guðrún Magnúsdóttir. Sókn: Alda Ólafsdóttir (Helena Ósk Hálfdánardóttir 81), Caroline Murray.
Varamenn: Aníta Dögg Guðmundsdóttir (M), María Selma Haseta, Diljá Ýr Zomers, Helena Ósk Hálfdánardóttir, Nadía Atladóttir.

Skot: FH 6 (4) - Þór/KA 15 (7)
Horn: Þór/KA 5 - FH 1.

Lýsandi: Einar Sigtryggsson
Völlur: Þórsvöllur

Leikur hefst
28. sept. 2017 16:15

Aðstæður:
Lítilsháttar rigning, norðan kul og 7°C hiti. Völlur blautur eftir mikla úrkomu í nótt og í dag.

Dómari: Þorvaldur Árnason
Aðstoðardómarar: Kristján Már Ólafs og Ásgeir Þór Ásgeirsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka