Þór/KA er Íslandsmeistari

Íslandsbikarinn á loft á Akureyri; Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA,og …
Íslandsbikarinn á loft á Akureyri; Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA,og Lillý Rut Hlynsdóttir, varafyrirliði, tóku á móti bikarnum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þór/KA er Íslandsmeistari í knattspyrnu árið 2017, en þetta var ljóst eftir 2:0-sigur á FH í lokaumferð deildarinnar í dag. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill félagsins sem varð einnig meistari árið 2012.

Mikil dramatík var í lokaumferðinni þar sem Breiðablik gat einnig orðið meistari. Blikar unnu öruggan sigur á Grindavík, 4:0, en Þór/KA braut ísinn stundarfjórðungi fyrir leikslok gegn FH og tryggði sér titilinn með tveimur stigum meira en Blikar.

Fyrri hálfleikur á Akureyri var markalaus en Þór/KA fékk nokkur upplögð marktækifæri til að skora en þau fóru öll í vaskinn. Á sama tíma var Breiðablik að vinna Grindavík í Kópavogi og Akureyrarliðið var því dottið af toppnum. Heimakonur í Þór/KA voru ekki nógu beittar og líkt og í tapleiknum gegn Grindavík gekk illa að byggja upp spil.

Það var ekkert í gangi hjá liðinu í seinni hálfleik þar til Sandra María Jessen skoraði þegar kortér var eftir. Annað mark fylgdi í kjölfarið frá Stephany Mayor og liðið sigldi 2:0 sigri í höfn.

Fögnuðurinn var mikill í leikslok eins og gefur að skilja, en fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Þór/KA 2:0 FH opna loka
90. mín. Leik lokið Mögnuðu sumri lokið hjá Þór/KA. Annar titill liðsins er í höfn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert