Bjarni Guðjónsson aðstoðar Rúnar hjá KR

Bjarni Guðjónsson
Bjarni Guðjónsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Guðjónsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari KR. Visir.is greinir frá þessu í kvöld. Bjarni mun vera Rúnari Kristinssyni til halds og trausts, en Rúnar gerði þriggja ára samning við KR í gær eftir nokkur ár erlendis, fyrst með Lilleström í Noregi og svo Lokeren í Belgíu. 

Bjarni tók við KR af Rúnari árið 2014 og stýrði því fram í júní 2016. Bjarni var síðast aðstoðarmaður Loga Ólafssonar hjá Víkingi R.. Rúnar og Bjarni þekkjast vel, Bjarni spilaði með KR er Rúnar var þjálfari og hann var fyrirliði KR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert