Bjarni Guðjónsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari KR. Visir.is greinir frá þessu í kvöld. Bjarni mun vera Rúnari Kristinssyni til halds og trausts, en Rúnar gerði þriggja ára samning við KR í gær eftir nokkur ár erlendis, fyrst með Lilleström í Noregi og svo Lokeren í Belgíu.
Bjarni tók við KR af Rúnari árið 2014 og stýrði því fram í júní 2016. Bjarni var síðast aðstoðarmaður Loga Ólafssonar hjá Víkingi R.. Rúnar og Bjarni þekkjast vel, Bjarni spilaði með KR er Rúnar var þjálfari og hann var fyrirliði KR.