Ætlum ekki að missa af HM

Alfreð Finnbogason, Gylfi Sigurðsson, Kári Árnason og Rúrik Gíslson á …
Alfreð Finnbogason, Gylfi Sigurðsson, Kári Árnason og Rúrik Gíslson á æfingu landsliðsins í Antalya. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson

Það mun örugglega mæða mikið á Gylfa Þór Sigurðssyni þegar Íslendingar etja kappi við Tyrki í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni HM í knattspyrnu en leikurinn fer fram í Eskisehir annað kvöld. Þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni eru Króatar og Íslendingar í efstu sætunum með 16 stig en Tyrkir og Úkraínumenn fylgja fast á eftir með 14 stig. Liðið sem vinnur riðilinn tryggir sér sæti á HM í Rússlandi á næsta ári en liðið sem endar í öðru sæti fer að öllu óbreyttu í umspilsleiki.

Gylfi, sem leikur á morgun sinn 53. landsleik skoraði mörk Íslands í frábærum 2:0 sigri gegn Úkraínumönnum í síðasta mánuði og hann hefur þar með skorað 17 landsliðsmörk.

„Við getum ekki búist við öðru en mjög erfiðum leik á móti Tyrkjunum. Tyrkir eru gríðarlega sterkir á sínum heimavelli og ég hlakka bara til að mæta þeim. Tyrkirnir hafa eflst í síðustu leikjum og með þjálfarabreytingunni í ágúst hefur leikstíll þeirra breyst aðeins og einhverjar breytingar hafa orðið á liði þeirra. Það eru gæðaleikmenn í tyrkneska liðinu og við verðum að vera með fulla einbeitingu gagnvart þeim,“ sagði Gylfi Þór í samtali við Morgunblaðið.

Tyrkir blönduðu sér í toppbaráttu riðilsins með 1:0 sigri gegn Króötum í síðustu umferð og líkt og Íslendingar eru þeir með örlögin í sínum höndum.

Nánar er rætt við Gylfa og fjallað um leik Tyrklands og Íslands í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka