Björn Bergmann tæpur fyrir Tyrkjaleikinn

Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson. aFP

Björn Bergmann Sigurðarson er tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum annað kvöld en framherjinn hefur glímt við meiðsli og tekur ekki þátt í æfingu landsliðsins í dag.

Hannes Þór Halldórsson sem hefur átt við smá meiðsli að stríða ætti hins vegar að vera klár í slaginn að sögn Heimir Hallgrímssonar þjálfara íslenska landsliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka