Birkir orðinn fimmti hæsti

Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson. mbl.is/Golli

Birkir Már Sævarsson er orðinn fimmti leikjahæsti leikmaðurinn í sögu karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu en hann spilar nú sinn 75. leik í Eskisehir þar sem viðureign Tyrklands og Íslands er að hefjast klukkan 18.45.

Birkir fer þar með framúr Birki Kristinssyni og Brynjari Birni Gunnarssyni sem hafa lengi verið í 5.-6. sætinu yfir þá leikjahæstu í sögunni.

Fjórmenningarnir sem eru fyrir ofan Birki eru Rúnar Kristinsson, sem lék 104 landsleiki, Hermann Hreiðarsson sem lék 89, Eiður Smári Guðjohnsen sem lék 88 og Guðni Bergsson sem lék 80 landsleiki.

Aron Einar Gunnarsson er kominn í 6.-8. sætið, jafn Birki Kristinssyni og Brynjari Birni, en hann spilar 74. landsleikinn í kvöld. 

Arnór Guðjohnsen er í 9. sæti með 73 leiki en Ragnar Sigurðsson kemst í 10. sætið í kvöld, við hlið Ólafs Þórðarsonar, en þetta er 72. landsleikur Ragnars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert