Gæti ekki verið betri

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Golli

„Ég gæti ekki verið betri,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson glaður í bragði eftir sigurinn gegn Tyrkjum í undankeppni HM í knattspyrnu í kvöld.

Okkar leikskipulag heppnaðist fullkomlega hjá okkur í kvöld. Við þurftum á stórleik að halda og það eru ekki mörg lið sem koma hingað til Tyrklands og vinna 3:0 sigur.

Ég fór útaf um miðjan seinni hálfleikinn þegar við vorum komnir í 3:0. Það var skynsamleg ákvörðun og ég verð klár í slaginn á mánudaginn,“ sagði Aron en lengi vel var óvíst hvort hann gæti verið með í þessum leik vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann.

„Við náðum algjörlega að slökkva í Tyrkjunum með þessum frábæra fyrri hálfleik. Við vorum að vonum kátir þegar við heyrðum úrslitin hjá Finnlandi og Króatíu. Við vorum ekkert að fagna því samt of mikið. Við eigum erfiðan leik fyrir höndum gegn Kosovó á mánudaginn sem verður erfiður leikur en nú erum við með þetta í okkar höndum og það er undir okkur komið að klára þetta verkefni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert