Sex sigrar á Tyrkjum

Jón Daði Böðvarsson í eldlínunni gegn Tyrkjum.
Jón Daði Böðvarsson í eldlínunni gegn Tyrkjum. mbl.is/Golli

Leikur Íslendinga og Tyrkja í Eskisehir í kvöld verður 11. viðureign þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Ísland hefur unnið sex leiki, Tyrkland tvo og tvisvar hefur jafntefli orðið niðurstaðan.

Í fyrri leiknum í undankeppni HM höfðu Íslendingar betur, 2:0, en síðast þegar þjóðirnar áttust við í Tyrklandi fögnuðu Tyrkir 1:0 sigri. Sá leikur fór fram í Konya fyrir tveimur árum. Markið kom úr aukaspyrnu á lokamínútu leiksins og sá sigur tryggði Tyrkjum sæti í umspili fyrir EM.

Stærsti sigur Íslendinga á Tyrkjum leit dagsins ljós í júlí 1991. Íslendingar unnu þann leik 5:1, þar sem Arnór Guðjohnsen skoraði fjögur mörk eftir að Sigurður Grétarsson hafði skoraði fyrsta markið. Tyrkir svöruðu vel fyrir sig þremur árum síðar þegar þeir unnu stórsigur, 5:0.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert