„Ég vil biðja tyrknesku þjóðina afsökunar,“ sagði Caglar Söyuncu, varnarmaður Tyrklands, við fjölmiðla þar í landi eftir 3:0 tapið fyrir Íslandi í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í gær.
„Við fengum tækifæri til að komast yfir í leiknum, en það gekk ekki. Við munum halda áfram í vegferð okkar á leiðinni á HM. Við viljum þakka fólkinu í Eskisehir fyrir að styðja okkur í leiknum,“ sagði Söyuncu.
„Að tapa 3:0 á heimavelli eru mjög slæm úrslit, en við verðum að taka þeim,“ sagði Tyrkinn.