Einn besti leikur Íslands frá upphafi

Ánægður. Hannes Þór Halldórsson markvörður íslenska landsliðsins fagnar leikslok á …
Ánægður. Hannes Þór Halldórsson markvörður íslenska landsliðsins fagnar leikslok á velllinum í Eskisehir. AFP

Agi, vinnusemi og skipulag eru lykillinn að því að ná góðum úrslitum á móti Tyrkjum sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson fyrir leikinn gegn þeim.

Og eftir þessum orðum fóru leikmenn hans í einu og öllu og skiluðu mögnuðum sigri með frábærri liðsheild frá fremsta til aftasta manns.

Einhver besta frammistaða íslenska landsliðsins í sögunni og úrslitin stórkostleg. Tyrkir áttu engin svör við stórleik okkar manna. Þeir fundu ekki glufur á sterkri vörn íslenska liðsins og urðu að játa sig sigraða gegn miklu betra liði.

Sigurinn í Eskisehir, 3:0, kemur Íslandi á topp I-riðils fyrir lokaumferðina sem er leikin á mánudagskvöldið. Ísland er með 19 stig gegn 17 stigum hjá Króötum og Úkraínumönnum og það þýðir að með sigri gegn Kósóvó kemst Ísland í lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í fyrsta skipti. Það var svo sannarlega kærkomið að fá fregnir af jöfnunarmarki Finna í lok leiks þeirra í Króatíu, 1:1, og þau úrslit eru íslenska liðinu líka gríðarlega dýrmæt.

Greinin í heild er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag ásamt ítarlegri umfjöllun um sigurinn í Tyrklandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert