Markmið að opna nýjan leikvang 2020

Guðni Bergsson í ræðustól á þingi KSÍ í Vestmannaeyjum í …
Guðni Bergsson í ræðustól á þingi KSÍ í Vestmannaeyjum í febrúar 2017.

Vonir standa til að fyrri hluta árs 2020 verði búið að vígja nýjan Laugardalsvöll sem myndi leysa núverandi þjóðarleikvang af hólmi. Í gær voru kynntar tillögur um næstu skref í uppbyggingu Laugardalsvallar og vonast Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, til að hægt verði að hefjast handa sem fyrst.

Fyrir liggur að Ísland mun þurfa að spila heimaleiki bæði í nóvember og í mars á næstu árum í hinni nýju Þjóðadeild UEFA, en aðstæður hér á landi eru illa fallnar til þess. Laugardalsvöllur er á undanþágu og raunhæfur möguleiki er á því að Ísland gæti þurft að spila landsleiki á varavelli í Færeyjum eða í Danmörku ef ekki væri hægt að spila hér, til að mynda vegna veðurs. Guðni segist finna fyrir ákveðinni pressu frá knattspyrnuhreyfingunni ytra að tryggja traustan heimavöll fyrir Ísland.

Félagið Borgarbragur hefur verið í forsvari fyrir hugmyndavinnu um framtíð Laugardalsvallar og voru þrjár hugmyndir kynntar í gær. Sú fyrsta gerir ráð fyrir að byggja upp núverandi leikvang fyrir um 500 milljónir króna, sem ekki þykir þó vænlegt til framtíðar þar sem völlurinn stendur ekki undir sér í rekstri. Önnur tillaga er nýr knattspyrnuleikvangur, sem væri mun nútímalegri en núverandi völlur en ekki trygging fyrir veðri og vindum allt árið um kring. Kostnaður við hann yrði um fimm milljarðar króna.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert