Heimanámið skilaði hæstu einkunn

Fyrsta mark leiksins í Wiesbaden í uppsiglingu. Elín Metta Jensen, …
Fyrsta mark leiksins í Wiesbaden í uppsiglingu. Elín Metta Jensen, til hægri og Laura Benkarth markvörður í baráttu um boltann, Elín náði að koma honum framhjá markverðinum og Dagný Brynjarsdóttir (10) var snögg að átta sig og skoraði. Ljósmynd/A2 Peter Hartenfelser

Gærdagurinn var stór dagur í íslenskri knattspyrnu. Ísland fór til Wiesbaden í Þýskalandi og sigraði Þýskaland 3:2 í undankeppni HM.

Á hugann leituðu spurningar eins og hvort íslenskt fótboltalandslið hefði nokkurn tíma unnið jafn sterkan andstæðing og það í mótsleik á útivelli. Andstæðing sem er ríkjandi ólympíumeistari, hefur tvívegis orðið heimsmeistari og átta sinnum Evrópumeistari. Slík úrslit eru stórtíðindi í knattspyrnuheiminum og skyndilega standa hinir sigursælu Þjóðverjar frammi fyrir því að ekki er sjálfgefið að komast upp úr riðlinum og inn í lokakeppni HM 2019.

Einnig er merkilegt til þess að hugsa að þrjátíu ára bið kvennalandsliðsins eftir marki gegn Þjóðverjum á knattspyrnuvellinum lauk með marki Dagnýjar Brynjarsdóttur á 15. mínútu. Síðasta mark Íslands gegn Þjóðverjum kom sem sagt árið 1987 en þá voru nokkur ár í að Dagný kæmi í heiminn. Dagný lék væntanlega sinn besta landsleik til þessa. Skoraði tvö og lagði upp eitt. Þjóðverjar réðu ekkert við hana. Eina sem hægt væri að setja út á hjá Dagný er að hún er full hógvær með boltann og losar sig stundum við hann of fljótt. Hún hefur burðina í að halda honum örlítið lengur þegar Ísland þarf á því að halda.

Sjá umfjöllun Kristjáns Jónssonar um leikinn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert