Heimir tekur við liði HB

Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heim­ir Guðjóns­son, fyrr­ver­andi þjálf­ari FH, hef­ur tekið til­boði fær­eyska liðsins HB í Þórs­höfn en Heim­ir fékk þjálf­ara­til­boð frá fé­lag­inu eft­ir að hafa verið boðið út til viðræðna um síðustu helgi.

Heim­ir mun gera tveggja ára samn­ing við HB en sem kunn­ugt er lét hann af störf­um sem þjálf­ari FH í síðasta mánuði eft­ir að fé­lagið ákvað að nýta sér upp­sagn­ar­á­kvæði í samn­ingi hans við það.

„Ég fer til Þórs­hafn­ar þann 13. janú­ar og verð í eina viku þar sem ég mun ég klára samn­ings­mál­in, hitta leik­menn­ina, fara yfir stöðuna og ég tek svo til starfa að fullu síðar í janú­ar,“ sagði Heim­ir í sam­tali við mbl.is.

Heimir Guðjónsson.
Heim­ir Guðjóns­son. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Ég er bara mjög spennt­ur fyr­ir þessu nýja tæki­færi sem mér gefst. HB er flott­ur klúbb­ur sem gekk kannski ekki al­veg eins vel og menn hefðu viljað á síðasta tíma­bili. For­ráðamenn fé­lags­ins eru stór­huga og vilja bæta úr þessu. Ég er full­ur til­hlökk­un­ar að tak­ast á við þetta starf og ég lít á það sem nýja áskor­un fyr­ir mig,“ sagði Heim­ir.

Heim­ir er sig­ur­sæl­asti starf­andi þjálf­ari lands­ins en hann þjálfaði lið FH frá ár­inu 2008 og und­ir hans stjórn varð það fimm sinn­um Íslands­meist­ari, einu sinni bikar­meist­ari og komst tví­veg­is í um­spil um sæti í Evr­ópu­deild­inni.

Hef­ur þú uppi áform um að fá ís­lenska leik­menn til HB?

„Ég á eft­ir að kynna mér leik­manna­hóp­inn hjá HB bet­ur og sjá hvar liðið þarf að styrkja sig. En ég mun pottþétt horfa til þess að fá ein­hverja leik­menn frá Íslandi. Hér er sá markaður sem ég þekki best til,“ sagði Heim­ir.

HB er sig­ur­sæl­asta lið Fær­eyja og hef­ur orðið meist­ari 22 sinn­um, síðast árið 2013. Liðið varð meist­ari und­ir stjórn Kristjáns Guðmunds­son­ar árið 2010.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert