Harpa með en óvíst hversu mikið

Harpa Þorsteinsdóttir
Harpa Þorsteinsdóttir mbl.is/Golli

Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir stefnir á að spila knattspyrnu með Stjörnunni á komandi leiktíð. Hún segir þó óvíst hve miklu hún komi til með að fórna fyrir fótboltann.

„Ég er bara að skoða þessi mál núna. Ég gekkst undir minni háttar aðgerð og þarf 2-3 vikur til að jafna mig eftir hana svo ég gef mér að minnsta kosti þann tíma til að ákveða hvað ég geri. Ég verð áfram í fótbolta en það er bara spurning hve mikið,“ segir Harpa í Morgunblaðinu í dag.

Harpa varð markadrottning Pepsi-deildarinnar árin 2013, 2014 og 2016, og hefur alls skorað 173 mörk í efstu deild á Íslandi. Þá hefur hún skorað 18 mörk í 64 A-landsleikjum en Harpa vann sér einmitt sæti í EM-hópnum sem fór til Hollands síðasta sumar, örfáum mánuðum eftir að hafa fætt sitt annað barn.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert