Landsliðið komið til Indónesíu (myndskeið)

Landsliðshópurinn í skoðunarferð í Yogyakarta.
Landsliðshópurinn í skoðunarferð í Yogyakarta. Ljósmynd/KSÍ

A-landslið karla er nú komið til Indónesíu þar sem liðið mætir heimamönnum í tveimur vináttuleikjum. Fyrri leikurinn verður í borginni Yogyakarta fimmtudaginn 11. janúar og sá síðari í Jakarta sunnudaginn 14. janúar. 

Leikmenn komu til Yogyakarta í gær eftir langt og strangt ferðalag. Létt æfing var tekin á hótelsvæðinu í dag og síðan var haldið í stutta skoðunarferð í Hindúa hofið Prambanan en það var byggt á 9. öld. 

Á myndskeiðinu má sjá þegar landsliðshóðurinn mætti til Yogykarta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert