A-landslið karla er nú komið til Indónesíu þar sem liðið mætir heimamönnum í tveimur vináttuleikjum. Fyrri leikurinn verður í borginni Yogyakarta fimmtudaginn 11. janúar og sá síðari í Jakarta sunnudaginn 14. janúar.
Leikmenn komu til Yogyakarta í gær eftir langt og strangt ferðalag. Létt æfing var tekin á hótelsvæðinu í dag og síðan var haldið í stutta skoðunarferð í Hindúa hofið Prambanan en það var byggt á 9. öld.
Á myndskeiðinu má sjá þegar landsliðshóðurinn mætti til Yogykarta.
Timnas Islandia Sampai di Indonesia dalam Rangkaian Iceland Tour Indonesia 2018 @footballiceland #PSSI pic.twitter.com/pXOgfKZbvg
— PSSI - FAI (@pssi__fai) January 8, 2018