Fyrsta þrenna varamanns - sú tíunda í landsleik

Albert Guðmundsson í þann mund að skora fyrsta mark sitt …
Albert Guðmundsson í þann mund að skora fyrsta mark sitt í dag. AFP

Albert Guðmundsson varð í dag tíundi leikmaðurinn í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu til að skora þrennu í A-landsleik.

Hann er jafnframt sá fyrsti sem gerir það eftir að hafa komið inná sem varamaður en Albert kom inná eftir 25 mínútna leik, jafnaði í 1:1 á lokasekúndum fyrri hálfleiks og bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleiknum.

Áður hafa tveir skorað fjögur mörk í landsleik, Ríkharður Jónsson og Arnór Guðjohnsen, og nú hafa átta til viðbótar skorað þrjú mörk í landsleik.

Þá er þetta fyrsta þrenna í landsleik Íslands síðan Jóhann Berg Guðmundsson gerði þrennuna eftirminnilegu gegn Sviss í 4:4-jafntefli þjóðanna í Bern í undankeppni HM árið 2013.

Eftirtaldir hafa skorað þrjú mörk eða fleiri í A-landsleik karla fyrir Íslands hönd:

4 Ríkharður Jónsson, Ísland - Svíþjóð 4:3 árið 1951
4 Arnór Guðjohnsen, Ísland - Tyrkland 5:1 árið 1991

3 Teitur Þórðarson, Ísland - Færeyjar 6:0 árið 1975
3 Ragnar Margeirsson, Ísland - Færeyjar 9:0 árið 1985
3 Þorvaldur Örlygsson, Ísland - Eistland 4:0 árið 1994
3 Bjarki Gunnlaugsson, Eistland - Ísland 0:3 árið 1996
3 Helgi Sigurðsson, Ísland - Malta 5:0 árið 2000
3 Tryggvi Guðmundsson, Indland - Ísland 0:3 árið 2001
3 Jóhann Berg Guðmundsson, Sviss - Ísland 4:4 árið 2013
3 Albert Guðmundsson, Indónesía - Ísland 1:4 árið 2018

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert