Berjast fyrir því að losna frá Verona

Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir. mbl.is/Golli

Tvær landsliðskonur í knattspyrnu njóta nú liðsinnis leikmannasamtaka á Íslandi og Ítalíu við að fá samningi sínum við ítalska félagið Verona rift.

Verona mun ekki hafa staðið við gerða samninga við þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Örnu Sif Ásgrímsdóttur, sem gengu í raðir félagsins síðastliðið haust.

Keppni í ítölsku A-deildinni er hafin að nýju eftir jólafrí. Verona gerði 2:2-jafntefli við Sassuolo um liðna helgi en hvorki Berglindi né Örnu var að finna í leikmannahópi Verona. Þær eru báðar staddar á Íslandi og hyggjast ekki snúa aftur til Verona, og er útlit fyrir að þær spili að nýju í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Arna Sif vildi ekki tjá sig um deiluna við Verona þegar eftir því var leitað en vísaði á Leikmannasamtök Íslands, sem berjast fyrir rétti leikmannanna í samstarfi við leikmannasamtök á Ítalíu og umboðsmann landsliðskvennanna tveggja. Ekki náðist í Berglindi í gær.

„Það liggur alveg ljóst fyrir að það er búið að brjóta samninga við þær í bak og fyrir, og það er bara verið að reyna að finna lausn á því hvernig hægt er að leysa þetta,“ segir Kristinn Björgúlfsson, framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands, og bætir við: „Brotin felast meðal annars í því að launagreiðslur hafa borist seint, húsnæði var útvegað seint auk þess sem það var engan veginn íbúðarhæft, og fleira. Vandamálið er kannski að það sem okkur finnst í lagi finnst þeim ekki í lagi.“

Sjá meira um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert