Berjast fyrir því að losna frá Verona

Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir. mbl.is/Golli

Tvær landsliðskon­ur í knatt­spyrnu njóta nú liðsinn­is leik­manna­sam­taka á Íslandi og Ítal­íu við að fá samn­ingi sín­um við ít­alska fé­lagið Verona rift.

Verona mun ekki hafa staðið við gerða samn­inga við þær Berg­lindi Björgu Þor­valds­dótt­ur og Örnu Sif Ásgríms­dótt­ur, sem gengu í raðir fé­lags­ins síðastliðið haust.

Keppni í ít­ölsku A-deild­inni er haf­in að nýju eft­ir jóla­frí. Verona gerði 2:2-jafn­tefli við Sassu­olo um liðna helgi en hvorki Berg­lindi né Örnu var að finna í leik­manna­hópi Verona. Þær eru báðar stadd­ar á Íslandi og hyggj­ast ekki snúa aft­ur til Verona, og er út­lit fyr­ir að þær spili að nýju í Pepsi-deild­inni næsta sum­ar.

Arna Sif vildi ekki tjá sig um deil­una við Verona þegar eft­ir því var leitað en vísaði á Leik­manna­sam­tök Íslands, sem berj­ast fyr­ir rétti leik­mann­anna í sam­starfi við leik­manna­sam­tök á Ítal­íu og umboðsmann landsliðskvenn­anna tveggja. Ekki náðist í Berg­lindi í gær.

„Það ligg­ur al­veg ljóst fyr­ir að það er búið að brjóta samn­inga við þær í bak og fyr­ir, og það er bara verið að reyna að finna lausn á því hvernig hægt er að leysa þetta,“ seg­ir Krist­inn Björg­úlfs­son, fram­kvæmda­stjóri Leik­manna­sam­taka Íslands, og bæt­ir við: „Brot­in fel­ast meðal ann­ars í því að launa­greiðslur hafa borist seint, hús­næði var út­vegað seint auk þess sem það var eng­an veg­inn íbúðar­hæft, og fleira. Vanda­málið er kannski að það sem okk­ur finnst í lagi finnst þeim ekki í lagi.“

Sjá meira um málið í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert