Landsliðskona verður í lyfjagjöf fyrir lífstíð

Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Sigríður Lára Garðarsdóttir. mbl.is/Golli

Sig­ríður Lára Garðars­dótt­ir, landsliðskona í knatt­spyrnu, hef­ur greinst með liðagigt. Þessi 23 ára gamla Eyja­kona er byrjuð í lyfjameðferð sem ætl­un­in er að taki 3 vik­ur, og er vongóð um að eft­ir það muni þessi sjúk­dóm­ur ekki hafa áhrif á knatt­spyrnu­fer­il­inn.

Sig­ríður Lára, sem lék 11 A-lands­leiki á síðasta ári og þar á meðal tvo leiki á EM í Hollandi, gat vegna veik­ind­anna ekki farið með ís­lenska landsliðinu til Spán­ar þar sem liðið mætti Nor­egi í vináttu­lands­leik í vik­unni. Hún seg­ist fyrst hafa farið að finna fyr­ir ein­kenn­um liðagigt­ar­inn­ar í sept­em­ber á síðasta ári, og þau hafi svo auk­ist síðustu mánuði:

„Þetta lýs­ir sér þannig að það er stíf­leiki og mikl­ar bólg­ur í liðum lík­am­ans. Þetta var eig­in­lega komið í liði um all­an lík­ama hjá mér; í mjöðminni, hnjám, hönd­um og svona. Ég var orðin svo slæm fyr­ir þessa ferð til Spán­ar að ég gat ekk­ert farið með,“ sagði Sig­ríður Lára, eða Sísí eins og hún er jafn­an kölluð, við Morg­un­blaðið í gær.

„Ég er með mjög góðan lækni og er kom­in í lyfjameðferð. Fyrsta lyfja­gjöf­in var í gær [í fyrra­dag] og ég er bara ótrú­lega góð eft­ir hana. Von­andi get ég bara farið aft­ur út á völl­inn sem fyrst. Ég mun fara í lyfja­gjöf viku­lega núna næstu þrjár vik­urn­ar, en svo skilst mér að ég þurfi að mæta í lyfja­gjöf á átta vikna fresti eig­in­lega til æviloka, til að halda þessu niðri,“ sagði Sig­ríður Lára.

Nán­ar er rætt við Sig­ríði Láru í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins sem kom út í morg­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka