Agla María í Breiðablik

Agla María Albertsdóttir
Agla María Albertsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks, en hún kemur frá Stjörnunni þar sem hún hefur verið síðustu tvö ár. Þetta staðfesti hún í samtali við mbl.is í kvöld.

Agla er 18 ára gömul og skaust hún fram á sjónarsviðið með glæsilegri frammistöðu með Stjörnunni síðasta sumar. Í kjölfarið lék hún sína fyrstu landsleiki og lék hún í öllum þremur leikjum Íslands á EM í Hollandi síðasta sumar og er hún því gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir Breiðablik. Alls hefur hún leikið tíu leiki fyrir A-landsliðið. 

Agla lék 43 keppnisleiki fyrir Stjörnuna og skoraði í þeim 11 mörk. Hún kom til Stjörnunnar frá Val, þar sem hún lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki árið 2015. Agla er uppalin hjá Breiðabliki, en hún hefur ekki leikið með meistaraflokki félagsins hingað til. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka