Fleiri íslenskir til Fjölnis

Bergsveinn Ólafsson og Guðmundur Karl eru komnir aftur.
Bergsveinn Ólafsson og Guðmundur Karl eru komnir aftur.

Úrvalsdeildarlið Fjölnis í knattspyrnu karla hefur fengið til sín þrjá öfluga íslenska leikmenn í vetur: Akureyringinn Almar Ormarsson sem kom frá KA og frá FH sneru aftur til Fjölnis þeir Bergsveinn Ólafsson og Guðmundur Karl Guðmundsson.

Auk þeirra hafa í vetur bæst við hópinn þeir Sigurður Melberg Pálsson, sem var fyrirliði Fram á síðasta tímabili, og Arnór Breki Ásþórsson úr Aftureldingu.

Þegar síðustu ár eru skoðuð er um að ræða nokkra breytingu frá því sem verið hefur. Algengara hefur verið að Fjölnir hafi misst frá sér íslenska leikmenn, til dæmis í atvinnumennsku erlendis. Í þetta skipti eru ekki íslenskir fastamenn farnir en gamla brýnið Gunnar Már Guðmundsson er þó hættur og orðinn aðstoðarþjálfari liðsins.

Sjá frétt um fjölgun hjá Fjölni í heild í  íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert