Táningarnir sáu um Magna

Daníel Hafsteinsson skoraði seinna mark KA.
Daníel Hafsteinsson skoraði seinna mark KA. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

KA vann 2:0-sigur á Magna er liðin mættust í 1. umferð Lengjubikars karla í fótbolta í Boganum, Akureyri, í kvöld.

Ungir leikmenn KA sáu um að gera mörkin, en hinn 19 ára gamli Sæþór Olgeirsson skoraði fyrra markið á 5. mínútu og Daníel Hafsteinsson, 18 ára, skoraði annað markið á 44. mínútu. 

KA mætir ÍR í næstu umferð næstkomandi laugardag og Magni spilar við KR sama dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert