Sanngjarn sigur Íslands

Íslenska liðið fagnar fyrsta marki leiksins.
Íslenska liðið fagnar fyrsta marki leiksins. Ljósmynd/Sverri Egholm

Ísland vann sanngjarnan sigur á Færeyjum 5:0 í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu á Þórsvellinum í Þórshöfn í dag. Ísland er í góðri stöðu í riðlinum enda án taps og HM-draumurinn lifir enn góðu lífi en í haust bíður Íslands að taka á móti Þýskalandi og Tékklandi í Laugardalnum. 

Ísland er með 13 stig eftir 5 leiki í 2. sæti riðilsins. Þýskaland er með 15 stig eftir 6 leiki eftir sigur á Slóveníu á útivelli, 4:0, fyrr í dag. Tékkar eru með 7 stig eftir 5 leiki, Slóvenar 3 stig eftir 4 leiki en Færeyingar hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum. Liðið sem hafnar í efsta sæti riðilsins kemst á HM 2019 sem haldið verður í Frakklandi. 

Íslenska liðið var lengi að brjóta það færeyska liðið niður og taka forystuna í leiknum. Ísland hafði öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en fyrsta markið kom ekki fyrr en á 37. mínútu. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skallaði í netið eftir fyrirgjöf Hallberu Gísladóttur frá vinstri. Var það eina markið í fyrri hálfleik. 

Ísland fékk óskabyrjun í síðari hálfleik þegar Rakel Hönnudóttir skoraði með skoti í slána og inn af markteig á 47. mínútu eftir fyrirgjöf Svövu Rós Guðmundsdóttur frá hægri. Gunnhildur og Rakel skoruðu þar með í báðum leikjunum í þessari ferð landsliðsins. 

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði á 58. mínútu og er það hennar fyrsta mark fyrir landsliðið síðan í júní 2016. Harpa skallaði í netið eftir aukaspyrnu frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Agla María skoraði sjálf skrautlegt mark á 89. mínúut. Fékk boltann á vinstri kantinum og skoraði með skoti í fjærhornið með vinstri fæti. Annað hvort ætlaði Agla María að gefa fyrir og misst fyrirgjöfina of nærri makrinu eða þá að þetta hafi veirð ætlunin og hafi það verið raunin þá var um snilldarafgreiðslu að ræða. 

Fimmta markið kom í uppbótartíma og það skoraði Fanndís Friðriksdóttir með skoti í vinstra hornið eftir fyrirgjöf frá Gunnhildi. 

Ísland mætir næst Slóveníu í júní en allir þrír leikirnir sem eftir eru hjá Íslandi verða á Laugardalsvelli. 

Harpa Þorsteinsdóttir fékk ranglega gult spjald fyrir leikaraskap þegar Jóna …
Harpa Þorsteinsdóttir fékk ranglega gult spjald fyrir leikaraskap þegar Jóna Nicolajsen í marki Færeyja braut á henni. Ljósmynd/Sverri Egholm
Færeyjar 0:5 Ísland opna loka
90. mín. Fanndís Friðriksdóttir (Ísland) á skot sem er varið Fín skottilraun með vinstri rétt utan vítateigsbogans en markvörður Færeyja sá við henni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert