Væntingar eru litlar

Víkingar byrja á heimavelli gegn Fylki í dag.
Víkingar byrja á heimavelli gegn Fylki í dag. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Vík­ing­ar komu sem afar fersk­ir nýliðar í úr­vals­deild­ina vorið 2014, eft­ir að hafa eytt fimm af síðustu sex árum þar á und­an í 1. deild­inni. Þeir náðu fjórða sæti, komust í Evr­ópu­keppni og út­litið var bjart.

Tals­verðar vænt­ing­ar voru gerðar til liðsins í kjöl­farið en Vík­ing­ar náðu ekki al­veg að standa und­ir þeim og hafa endað í ní­unda, sjö­unda og átt­unda sæti deild­ar­inn­ar á þeim þrem­ur árum sem liðin eru síðan.

Í ár virðast flest­ir sam­mála um að tíma­bilið gæti reynst Vík­ing­um afar erfitt, enda hafa þeir misst öfl­uga leik­menn frá síðasta ári. Logi Ólafs­son, sá þrautreyndi þjálf­ari, á því snúið verk­efni fyr­ir hönd­um. Marka­skor­ar­inn Geof­frey Castilli­on fór í FH, Ívar Örn Jóns­son, sem lagði upp flest mörk liðsins í fyrra, fór í Val, varn­ar­jaxl­inn Alan Low­ing lagði skóna á hill­una og þeir Dof­ri Snorra­son og Ró­bert Örn Óskars­son markvörður og fyr­irliði glíma við erfið meiðsli. Óvissa er með Ró­bert og Dof­ri, sem sleit hás­in í janú­ar, verður ekki klár fyrr en í byrj­un ág­úst.

Aris Va­porak­is, 23 ára Dani með nokkra úr­vals­deild­ar­leiki að baki, mun hefja mótið í marki Vík­inga sem einnig hafa fengið Serigne Mor Mbaye, 22 ára Senegala, sem hef­ur verið vara­markvörður í norsku og belg­ísku B-deild­un­um.

Sölvi Geir Ottesen er kom­inn heim í Foss­vog­inn eft­ir fjór­tán ár er­lend­is og Vík­ing­ar von­ast eft­ir því að hann bindi vörn­ina sam­an. Hall­dór Smári Sig­urðsson hef­ur verið afar traust­ur í stöðu miðvarðar og þeir Sölvi ættu að geta verið öfl­ug­ir í hjarta Vík­ings­varn­ar­inn­ar. Þeirra varamaður er Gunn­laug­ur Fann­ar Guðmunds­son sem kom frá Hauk­um í fyrra en fékk fá tæki­færi í byrj­un­arliðinu.

Um­fjöll­un­in um Vík­ing í heild sinni er í Fót­bolt­inn 2018, sér­blaði Morg­un­blaðsins um Pepsi-deild­ir karla og kvenna, sem kom út í gær­morg­un.

Vík­ing­ur tek­ur á móti Fylki í fyrstu um­ferðinni klukk­an 18.00 í dag en leikið er á Vík­ings­vell­in­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert