Yfirlýsing úr Kópavogi

Jonathan Hendrickx skoraði þriðja mark Breiðabliks og hér fagna Blikar …
Jonathan Hendrickx skoraði þriðja mark Breiðabliks og hér fagna Blikar því. mbl.is/Árni Sæberg

Hvernig er best að gefa út yfirlýsingu um að þú ætlir að berjast um titlana á nýhöfnu keppnistímabili? Ein leið til þess er að skora fjögur mörk í fyrstu umferðinni og fylgja því svo eftir með því að skreppa suður í Kaplakrika og sigra þar FH-inga á sannfærandi hátt, 3:1.

Þannig fóru Blikar að í gærkvöld, í kjölfarið á fínum sigri á Eyjamönnum í fyrstu umferðinni. Þeir sýndu svo ekki verður um villst að þeir hafa ýmislegt sem þarf til þess að blanda sér í toppbaráttuna í sumar, enda þótt það sé kannski fullsnemmt að vera með miklar yfirlýsingar um það 8. maí.

En þetta Blikalið er til alls líklegt miðað við þessa byrjun, og þegar það fær tækifæri til að sækja hratt í stór og opin svæði eins og FH-ingar gáfu því möguleika á í Kaplakrika er hættunni boðið heim.

Sjá umfjöllun um alla leiki Pepsi-deildarinnar ásamt M-gjöf í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert