Knattspyrnudeild Þróttar í Reykjavík fékk þrjá nýja leikmenn í dag og koma þeir allir að láni. Leikmennirnir eru Finnur Tómas Pálmason, Henry James Rollinson og Kristófer Konráðsson.
Kristófer er tvítugur sóknarmaður frá Stjörnunni. Hann hefur leikið 14 leiki fyrir Stjörnuna án þess að skora mark. Hann á 22 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Henry Rollinson kemur frá ÍBV, en hann gekk til liðs við Eyjamenn fyrir leiktíðina. Hann hefur hins vegar ekkert leikið með ÍBV í sumar. Rollinson er tvítugur Englendingur.
Finnur er aðeins 17 ára gamall og fastamaður í U17 ára landsliðinu þar sem hann á 18 leiki að baki. Finnur er miðvörður sem er samningsbundinn KR.