Búið er að fresta leik þremur leikjum af fjórum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, úrvalsdeildinni, sem fram áttu að fara annað kvöld, um sólarhring vegna slæms veðurútlits.
Um er að ræða viðureign Grindavíkur og Vals, Stjörnunnar og Fylkis, og Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur.
Leikirnir áttu að fara fram á þriðjudagskvöld en hafa nú verið færðir til miðvikudagskvölds, kl. 19:15.
Leikur KA og Keflavíkur fer aftur á móti fram á morgun, þriðjudag, kl. 19:15.
Vegna þessara breytinga hafa tveir leikir í Pepsi-deild kvenna einnig verið færðir. Leikur Breiðabliks og ÍBV fer fram á fimmtudegi kl. 18 í stað miðvikudags. Leikur Stjörnunnar og Grindavíkur fer svo fram kl. 19:15 á fimmtudag.