Dýrmætt fyrsta mark Ólafs fyrir Val

Blikinn Oliver Sigurjónsson í baráttu við Valsarann Bjarna Ólafs Eiríksson …
Blikinn Oliver Sigurjónsson í baráttu við Valsarann Bjarna Ólafs Eiríksson í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmeistarar Vals galopnuðu Pepsí-deildina með 2:1 sigri á toppliði Breiðabliks á Origo-vellinum á Hlíðarenda í 6. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Ólafur Karl Finsen kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta deildarleik og skoraði sigurmarkið. 

Ólafur kom inn á sem varamaður á 86. mínútu og þremur mínútum síðar hafði hann sent boltann í netið hjá Breiðabliki. Fékk góða fyrirgjöf frá Sigurði frá vinstri og afgreiddi færið vel. Tók boltann í fyrsta og stýrði honum neðst í hægra hornið. 

Breiðablik var 1:0 yfir að loknum fyrri hálfleik eftir að Aron Bjarnason skoraði með góðu vinstrifótar skoti úr teignum á 13. mínútu. Tvö mörk voru dæmd af Val í fyrri hálfleik vegna rangstöðu og í báðum tilfellum voru þeir dómar líklega hæpnir ef marka má útsýnið úr blaðamannastúkunni. 

Daninn Patrick Pedersen jafnaði fyrir Val á 62. mínútu. Fékk fyrirgjöf frá Kristni frá hægri og skoraði með skoti neðst í hægra hornið. Bæði mörk Vals því nokkuð svipuð en fyrirgjafirnar komu þó frá sitt hvorum kantinum. 

Breiðablik er með 11 stig á toppnum á meðan Valur er með 9 stig. Toppbaráttan í deildinni er galopin og spennandi. 

Valur 2:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Fjórum mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert