Sindri Snær Jensson, varamarkvörður knattspyrnuliðs KR-inga sem varði mark liðsins í bikarleiknum gegn Breiðabliki í gær en þurfti að fara af velli vegna meiðsla, kveðst vera óbrotinn.
Sindri lenti illa í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þurfti að fara af velli en Beitir Ólafsson kom í markið í hans stað.
Sindri lenti í sams konar óhappi í fyrra í bikarkeppninni, fyrir nákvæmlega ári, en þá handarbrotnaði hann í leik gegn ÍR og var úr leik það sem eftir var tímabilsins.
Sindri skrifaði eftirfarandi á Twitter fyrir stundu:
„Lenti illa þarna. Tognaður, stokkbólginn ökkli en ekkert brotið sem betur fer. Þakka kveðjur, hristi þetta af mér, áfram gakk!"
Það er rétt hjá Herði að ég hef verið óheppinn með meiðsli.
— Sindri Snær Jensson (@sindrijensson) May 31, 2018
31.05.17 - Bikarleikur gegn ÍR. Tvöfalt handarbrot.
30.05.18 - Bikarleikur gegn UBK. Lenti illa þarna. Tognaður, stokkbólginn ökkli en ekkert brotið sem betur fer.
Þakka kveðjur, hristi þetta af mér, áfram gakk! pic.twitter.com/C2UL3SlXeP