Sindri er óbrotinn

Sindri Snær Jensson.
Sindri Snær Jensson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Sindri Snær Jensson, varamarkvörður knattspyrnuliðs KR-inga sem varði mark liðsins í bikarleiknum gegn Breiðabliki í gær en þurfti að fara af velli vegna meiðsla, kveðst vera óbrotinn. 

Sindri lenti illa í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þurfti að fara af velli en Beitir Ólafsson kom í markið í hans stað.

Sindri lenti í sams konar óhappi í fyrra í bikarkeppninni, fyrir nákvæmlega ári, en þá handarbrotnaði hann í leik gegn ÍR og var úr leik það sem eftir var tímabilsins.

Sindri skrifaði eftirfarandi á Twitter fyrir stundu:

„Lenti illa þarna. Tognaður, stokkbólginn ökkli en ekkert brotið sem betur fer. Þakka kveðjur, hristi þetta af mér, áfram gakk!"

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert