„Við vorum grimmir og grófir“

Baldur Sigurðsson í baráttunni við Andra Rafn Yeoman á Kópavogsvelli …
Baldur Sigurðsson í baráttunni við Andra Rafn Yeoman á Kópavogsvelli í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Við vor­um yfir í bar­átt­unni, all­an leik­inn og mér fannst þeir aldrei ógna okk­ar marki fyrr en kannski rétt í lok­in, sagði Bald­ur Sig­urðsson, fyr­irliði Stjörn­unn­ar eft­ir 1:0 sig­ur liðsins á Breiðabliki í 7. um­ferð Pepsi-deild­ar karla í knatt­spyrnu í kvöld.

„Það var í raun bara klaufa­skap­ur hjá okk­ur að vera ekki bún­ir að klára leik­inn fyrr en heilt yfir er ég bara hrika­lega sátt­ur með spila­mennsku okk­ar í dag. Við mætt­um til leiks frá fyrstu mín­útu gegn mjög öfl­ugu Blikaliði og all­ir leik­menn liðsins eiga stórt hrós skilið. Við vor­um grimm­ir og gróf­ir og feng­um nokk­ur spjöld þarna í byrj­un. Þeir eru með mjög tekn­íska leik­menn inn­an sinna raða og við þurft­um að taka fast á þeim til þess að ná þeim úr jafn­vægi og það tókst í kvöld.“

Stjarn­an spilaði leik­k­erfið 4-4-2 í kvöld og átti svör við öll­um sókn­araðgerðum Blika sem virkuðu oft á tíðum ringlaðir í leikn­um.

„Það er búið að vera mikið leikja­álag að und­an­förnu en vinnu­fram­lagið í dag var til fyr­ir­mynd­ar. Við vor­um öfl­ug­ir að loka á þá og við mætt­um til leiks með gott hug­ar­far. Þetta hef­ur verið á mik­illi upp­leið eft­ir Vals­leik­inn og það er góður stíg­andi í þessu hjá okk­ur og ég er mjög bjart­sýnn með fram­haldið,“ sagði fyr­irliðinn að lok­um.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka