Á heimasíðu Breiðabliks kemur fram að knattspyrnudeild félagsins hafi gefið Króatanum Hrvoje Tokic leyfi til þess að leita sér að öðru liði.
Tokic er 27 ára gamall og hefur spilað á Íslandi frá árinu 2015. Hann hefur spilað 33 mótsleiki fyrir Breiðablik og skorað í þeim 11 mörk. Tokic hefur lítið fengið að spila á þessu tímabili.
Í sömu frétt kemur fram að Breiðablik sé með Dana á reynslu og að það muni koma í ljós á næstu dögum hvort samið verði við hann. Ef ákveðið verður að semja við hann mun hann verða gjaldgengur þann 15.júlí þegar félagsskiptaglugginn opnar að nýju.