„Við erum verulega spældir“

Frá leik liðanna á Hlíðarenda í kvöld.
Frá leik liðanna á Hlíðarenda í kvöld. mbl/Arnþór Birkisson

„Þetta er eins svekkj­andi og frek­ast get­ur orðið í fót­bolta,“ sagði Ólaf­ur Jó­hann­es­son, þjálf­ari Vals, í sam­tali við mbl.is þegar úr­slit­in lágu fyr­ir í bikarleikn­um gegn Breiðabliki á Hlíðar­enda í kvöld. 

Breiðablik sigraði 2:1 en sig­ur­markið kom í upp­bót­ar­tíma. „Við erum því veru­lega spæld­ir og fúl­ir en nóg er eft­ir af sumr­inu og við þurf­um bara að halda áfram og hugsa um næsta leik.“

Vals­menn voru mun meira með bolt­ann í síðari hálfleik og virt­ust þá lík­legri til að knýja fram sig­ur. Ólaf­ur skipti sókn­arþenkj­andi leik­mönn­um inn á af vara­manna­bekkn­um og lék til sig­urs en það dugði ekki til. 

„Mér fannst við vera betri í þess­um leik og vor­um ofan á nán­ast all­an tím­ann í leikn­um en það er ekki nóg því við feng­um ekk­ert út úr því. Það er fúlt.“

Spurður um hvort hon­um hafi þótt mörk­in sem Blikarn­ir skoruðu vera ódýr var á hon­um að skilja það væri auka­atriði. 

„Mörk eru bara mörk. Það er ekk­ert út á það að setja. Svo­leiðis er fót­bolt­inn. Sem bet­ur fer eru skoruð mörk í fót­bolta,“ sagði Ólaf­ur enn­frem­ur við mbl.is 

Ólafur Jóhannesson
Ólaf­ur Jó­hann­es­son mbl.is/​Sig­fús Gunn­ar
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka