Fanndís Friðriksdóttir í Val

Fanndís Friðriksdóttir er orðin leikmaður Vals.
Fanndís Friðriksdóttir er orðin leikmaður Vals. Ljósmynd/Valur

Knattspyrnudeild Vals hefur gengið frá tveggja ára samningi við landsliðskonuna Fanndísi Friðriksdóttur. Hún kemur til félagsins frá Marseille í Frakklandi þar sem hún lék á síðustu leiktíð. 

Fanndís hefur leikið 173 leiki fyrir Breiðablik í efstu deild hér á landi og skorað í þeim 97 mörk. Hún á svo 95 landsleiki að baki og skorað í þeim 15 mörk. 

Fanndís hefur verið lykilmaður í landsliði Íslands á síðustu árum og skoraði hún m.a eina mark liðsins á EM í Hollandi á síðasta ári. 

„Fanndísi þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugafólki enda einn allra besti leikmaður íslenskrar kvennaknattspyrnu og landsliðsins undanfarin ár. Koma Fanndísar til félagsins er góð viðurkenning fyrir það starf sem unnið er á Hlíðarenda og mun hún styrkja liðið í komandi baráttu," segir í yfirlýsingu sem Valur sendi frá sér í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert