Vængir Júpíters í Meistaradeild

Skjáskot af riðli Vængja Júpíters af síðu UEFA.
Skjáskot af riðli Vængja Júpíters af síðu UEFA.

Vængir Júpíters úr Grafarvogi, sem leika í 3. deild karla í knattspyrnu, verða  fulltrúar Íslands í Meistaradeild Evrópu í innifótbolta og spila í undanriðli í Svíþjóð síðar í sumar.

Vængir Júpíters urðu Íslandsmeistarar í innifótbolta í vetur og fengu þar með keppnisrétt í forkeppni Meistaradeildarinnar. Dregið í riðla fyrir forkeppnina nú í hádeginu.

Grafarvogsliðið er í riðli með Leo Futsal Club frá Armeníu, Uddevalla frá Svíþjóð og Celik frá Svartfjallalandi. Riðillinn verður leikinn í Uddevalla í Svíþjóð dagana 28. ágúst til 2. september og sigurvegari riðilsins kemst í aðalkeppnina.

Lið Vængjanna komst upp úr 4. deildinni utanhúss fyrir tveimur árum og spilar sitt annað ár í 3. deild. Liðið er að mestu skipað uppöldum Fjölnismönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert