Aukaspyrna Olivers tryggði þrjú stig

Oliver Sigurjónsson og Ægir Jarl Jónasson á Kópavogsvelli í kvöld.
Oliver Sigurjónsson og Ægir Jarl Jónasson á Kópavogsvelli í kvöld. mbl.is/Arnþór

Breiðablik vann drama­tísk­an 2:1-sig­ur á Fjölni í Pepsi-deild karla í fót­bolta í kvöld. Oli­ver Sig­ur­jóns­son skoraði sig­ur­markið beint úr auka­spyrnu í upp­bót­ar­tíma. 

Breiðablik byrjaði bet­ur og var mun meira með bolt­ann, án þess þó að skapa sér mikið af fær­um. Berg­sveinn Ólafs­son fékk besta færi Fjöln­is strax á sjöttu mín­útu en Arnþór Ari Atla­son varði skall­ann hans á línu.

Fyrsta mark leiks­ins kom á 14. mín­útu og það gerði danski fram­herj­inn Thom­as Mikk­el­sen á 14. mín­útu, hann var þá snögg­ur að hugsa og kláraði vel inn­an teigs eft­ir að Gísli Eyj­ólfs­son átti skot í varn­ar­mann.

Síðari hálfleik­ur­inn var svipaður þeim fyrri, Breiðablik var sterk­ari aðil­inn, meira með bolt­ann en fær­in voru fá og langt á milli þeirra. Fjöln­is­menn jöfnuðu hins veg­ar leik­inn á 82. mín­útu. Birn­ir Snær Inga­son fékk þá bolt­ann utan teigs, tók skemmti­leg­an snún­ing og skoraði með lúmsku skoti í nær­hornið, fram hjá Gunn­leifi Gunn­leifs­syni sem sá bolt­ann seint.

Allt stefndi í 1:1 jafn­tefli er Breiðablik fékk auka­spyrnu rúm­um 20 metr­um frá marki. Oli­ver Sig­ur­jóns­son tók spyrn­una og skoraði fram hjá Þórði Inga­syni í mark­inu, sem átti að gera mikið mun bet­ur, en skotið var ekki fast og í mark­manns­hornið.

Breiðablik 2:1 Fjöln­ir opna loka
skorar Alexander H. Sigurðarson (70. mín.)
Mörk
fær gult spjald Thomas Mikkelsen (84. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Óskar Örn Hauksson (42. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Blikar fara í toppsætið!
90 Pablo Punyed (KR) á skalla sem fer framhjá
Frír skalli af stuttu færi, en hann setur boltann framhjá. Hann er hundsvekktur með sjálfan sig.
90 Björgvin Stefánsson (KR) á skalla sem er varinn
Flott sending frá Bjerregaard en Björgvin skallar beint á Gunnleif úr mjög góðu færi. Mögulega síðasta tækifæri KR-inga.
90 Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) kemur inn á
Blikar reyna að sigla þessu í hús.
90 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) fer af velli
90 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Fer rosalega illa með Watson en nær ekki krafti í skotið. Watson er búinn að eiga dapran leik.
90 Atli Sigurjónsson (KR) kemur inn á
90 Pálmi Rafn Pálmason (KR) fer af velli
90 Pablo Punyed (KR) á skot framhjá
Fast skot á lofti en boltinn fór töluvert framhjá. Þarna átti hann að hitta markið.
87 Breiðablik fær hornspyrnu
84 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) fær gult spjald
Var allt of seinn í tæklingu.
81 Björgvin Stefánsson (KR) á skot framhjá
Tekur boltann á kassann og reynir skot í nærhornið en hittir boltann illa.
79 Pablo Punyed (KR) kemur inn á
79 Finnur Orri Margeirsson (KR) fer af velli
76 Björgvin Stefánsson (KR) kemur inn á
76 Kennie Chopart (KR) fer af velli
76 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skot framhjá
Sækir hratt að vörninni og á ágætt skot en framhjá fer boltinn.
73 Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) kemur inn á
73 Aron Bjarnason (Breiðablik) fer af velli
Aron hefur oft spilað betur.
70 MARK! Alexander H. Sigurðarson (Breiðablik) skorar
1:0 - Nýkominn til baka úr láni hjá Víkingi Ólafsvík og hann byrjar með látum! Með lúmskt skot utan teigs og boltinn rúllar í fjærhornið framhjá Beiti sem átti að gera mikið betur.
67 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Lúmskt skot sem er stórhættulegt en boltinn lekur rétt framhjá stönginni. Með betri tilraunum leiksins hingað til.
66 KR fær hornspyrnu
65 Alexander H. Sigurðarson (Breiðablik) kemur inn á
65 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) fer af velli
Meiddist áðan. Vonandi er það ekki alvarlegt.
61 Breiðablik fær hornspyrnu
Willum á skot í varnarmann og aftur fyrir.
61 Kennie Chopart (KR) á skot framhjá
Nær skoti rétt utan teigs en setur boltann yfir.
59
Andri Rafn Yeoman liggur nú eftir meiddur og fær aðhlynningu. Það vantar allt flæði í þennan leik.
55
Gunnar Örn fær boltann fast í andlitið. Hann fær smá aðhlynningu. Annars er örlítið meira stuð í þessum seinni hálfleik, en það var ekki erfitt.
46 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) á skot framhjá
Fínasta tilraun af 25 metrum, rétt yfir.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Vonandi verður þetta mikið skemmtilegra í seinni hálfleik!
45 Leik lokið
Frekar leiðinlegum fyrri hálfleik lokið. Fá færi og illa farið með þau.
45
Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma. Oliver og Skúli Jón halda báðir leik áfram.
45
Skúli Jón og Oliver liggja eftir samstuð. Þeir fá báðir aðhlynningu og Oliver er staðinn upp en Skúli liggur aðeins eftir.
42 Óskar Örn Hauksson (KR) fær gult spjald
Sparkaði Andra Rafn niður og eftir smá viðræður við Egil Arnar fær hann spjald. Óskar er ekki sáttur við þá niðurstöðu.
41 Óskar Örn Hauksson (KR) á skot framhjá
Sækir að vörninni vinstra megin og á skot langt, langt framhjá. Skotskórnir eru vitlaust reimaðir á í dag.
38 Kennie Chopart (KR) á skot framhjá
Boltinn dettur þægilega fyrir framan hann rétt utan teigs en eins og aðrar tilraunir í leiknum til þessa fer boltinn hátt yfir.
37 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Gísli með hornspyrnu, Mikkelsen með frían skalla en töluvert yfir fer boltinn.
36 Breiðablik fær hornspyrnu
35 KR fær hornspyrnu
30
Chopart og Gunnleifur í kapphlaupi að boltanum, Chopart er á undan í boltann en lætur sig svo detta og vill víti. Það var ekkert að þessu.
27 Gunnar Þór Gunnarsson (KR) á skot framhjá
Langt framhjá og hættulaust. Leikurinn hefur dottið vel niður síðustu mínútur.
20
Gísli á flottan sprett hægra megin í teignum og svo fyrirgjöf en KR-ingar rétt ná að koma boltanum í burtu eftir hættu. KR byrjaði ágætlega en Breiðablik er búið að vera sterkari aðilinn síðustu mínútur.
15 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skot í þverslá
Falleg aukaspyrna hjá Gísla, í fullkomið svæði en Mikkelsen setur boltann í slánna af stuttu færi. Hann þurfti að teygja sig í boltann.
13 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) á skot framhjá
Hittir boltann vel eftir hornspyrnu en hann fer rétt framhjá.
12 Breiðablik fær hornspyrnu
12 Breiðablik fær hornspyrnu
12 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Snögg sókn endar með að Andri Rafn leggur boltann á Gísla sem á skot rétt framhjá. Boltinn hefur farið í varnarmann því Breiðablik fær horn.
8 Óskar Örn Hauksson (KR) á skot sem er varið
Óskar Örn á vippu nær eigin miðju, boltinn fer beint á Gunnleif sem síðan missir boltann klaufalega og dettur inn í markið. Boltinn dansar á línunni áður en Gunnleifur tekur hann upp. Pálmi Rafn vildi meina að þessi hafi verið inni. Þetta hefði verið ótrúlegt mark.
6 André Bjerregaard (KR) á skot sem er varið
Laust skot rétt utan teigs, Gunnleifur ekki nokkrum vandræðum.
6 Pálmi Rafn Pálmason (KR) á skalla sem er varinn
Eftir smá skallatennis skallar Pálmi að marki en nær ekki krafti í skallann.
4
Aron Bjarna á fyrirgjöf og Mikkelsen hoppar upp í boltann en brýtur á Beiti í leiðinni.
1 Leikur hafinn
Þá er þessi áhugaverði leikur kominn í gang.
0
Það verða að minnsta kosti fimm mínútur í uppbótartíma.
0
Kristinn Jónsson er ekki með KR í dag, hann hlýtur að vera að glíma við meiðsli.
0
Breiðablik er í þriðja sæti deild­ar­inn­ar með 28 stig og KR sæti neðar með 23 stig. Vinni KR mun­ar því aðeins tveim­ur stig­um á liðunum í bar­áttu um Evr­óp­u­sæti, en Breiðablik fer á topp­inn með sigri.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Jonathan Hendrickx, Viktor Örn Margeirsson, Damir Muminovic, Davíð Kristján Ólafsson. Miðja: Oliver Sigurjónsson, Andri Rafn Yeoman (Alexander H. Sigurðarson 65), Gísli Eyjólfsson (Elfar Freyr Helgason 90). Sókn: Willum Þór Willumsson, Thomas Mikkelsen, Aron Bjarnason (Arnþór Ari Atlason 73).
Varamenn: Ólafur Íshólm Ólafsson (M), Elfar Freyr Helgason, Arnþór Ari Atlason, Brynjólfur Darri Willumsson, Arnór Gauti Ragnarsson, Alexander H. Sigurðarson, Karl F. Gunnarsson.

KR: (4-4-2) Mark: Beitir Ólafsson. Vörn: Arnór S. Aðalsteinsson, Albert Watson, Aron Bjarki Jósepsson, Gunnar Þór Gunnarsson. Miðja: Óskar Örn Hauksson, Finnur Orri Margeirsson (Pablo Punyed 79), Skúli Jón Friðgeirsson, Pálmi Rafn Pálmason (Atli Sigurjónsson 90). Sókn: André Bjerregaard, Kennie Chopart (Björgvin Stefánsson 76).
Varamenn: Sindri Snær Jensson (M), Morten Beck, Björgvin Stefánsson, Pablo Punyed, Adolf Bitegeko, Atli Sigurjónsson, Hjalti Sigurðsson.

Skot: Breiðablik 9 (3) - KR 11 (4)
Horn: KR 2 - Breiðablik 5.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson
Völlur: Kópavogsvöllur

Leikur hefst
7. ágú. 2018 19:15

Aðstæður:
Fínasta veður og sléttur grasvöllur.

Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Aðstoðardómarar: Eðvarð Eðvarðsson og Andri Vigfússon

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka